Eins og sjá má á meðfylgjandi myndum sem teknar voru í Smárabíó í kvöld var fjölmenni á forsýningu kvikmyndarinnar Ávaxtakarfan eftir Kristlaugu Maríu Sigurðardóttur.
Með aðalhlutverkin í myndinni, sem verður frumsýnd á morgun, föstudag, fara Matthías Matthíasson, Ólöf Jara Skagfjörð, Helgina Braga Jónsdóttir, Birgitta Haukdal, Ágústa Eva Erlendsdóttir og Atli Óskar Fannarsson.
Leikstjóri er Sævar Guðmundsson og Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson sér um tónlistina.
Ávaxtakarfan á Facebook.
Fjölmenni á Ávaxtakörfunni
