Innlent

Skaftárhlaupið er loksins komið fram

Meðalrennslii Skaftár við Sveinstind, sem er efsta mælingastöðin, var síðdegis í gær um 180 rúmmetrar á sekúndu, sem er um það bil þrefalt meðalrennsli. Þar með er Skaftárhlaupið loks komið fram, sem hefur verið óvenju lengi í burðarliðnum.



Samkvæmt þessum tölum er það í minnsta lagi af Skaftárhlaupum að vera, og mun ekki valda neinu tjóni.



Bóndi við innanverðan Eyjafjörð tilkynnti Veðurstofunni í gærkvöldi að hann finndi brennisteinslykt, og miðað við vindátt þá, hefur hún borist frá hlaupinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×