Innlent

Magnús Hlynur hættur að vinna fyrir RÚV

Jón Hákon Halldórsson skrifar
„Það er búið að leggja mig niður frá og með morgundeginum," segir Magnús Hlynur Hreiðarsson, hinn ástsæli fréttaritari RÚV á Suðurlandi í samtali við Vísi. Honum var tilkynnt í morgun að RÚV óskaði ekki lengur eftir starfskröftum hans. Skýringin var sparnaður hjá fréttastofunni.

„Þetta er náttúrlega bara svakalega svekkjandi og leiðinlegt . Ég er búinn að vera oft með mikið af jákvæðum sunnlenskum sveitafréttum sem hafa virkað vel og landsmenn hafa viljað horfa á," segir Magnús Hlynur. Hann sér heldur ekki sparnaðinn í uppsögninni því að nú þurfi að senda lið frá Reykjavík yfir heiðina til að fjalla um mál á Suðurlandi.

Magnús Hlynur er þó ekki alveg af baki dottinn. „Ég er ritstjóri Dagskrárinnar og með vef þess blaðs. Ég held því áfram en vonast til að eiitthvað nýtt opnist því þetta er það sem mestan áhuga á, eitthvað í þessum dúr," segir Magnús Hlynur.

„Ég vona náttúrlega líka að forsvarsmenn RÚV endurskoði ákvörðun sína. af því að ég er tilbúinn í slaginn og vill halda áfram," bætir hann við. „Ég veit ekki betur en að það hafi verið almenn ánægja með mín störf og svo fær maður bara svona í hausinn eins og blauta tusku," segir hann að lokum.

Í samtali við Eirík Jónsson blaðamann segir Magnús Hlynur að hann hafi verið með verktakasamning við fréttastofunna.

Meðfylgjandi má sjá kynningarmyndskeið sem Magnús Hlynur gerði með völdum fréttum af ferli sínum. Smelltu á hnappinn „Horfa á myndskeið með frétt“.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×