Innlent

Taka athugasemdirnar alvarlega

BBI skrifar
Mynd/Guðjón Smári
Umhverfisstofnun mun taka athugasemdir Ríkiskaupa sem birtust í fréttablaðinu Austurglugganum í dag til skoðunar. Þar kom fram að líklega væri andstætt reglum að Umhverfisstofnun seldi skotin hreindýr án auglýsingar.

Umhverfisstofnun hafa lengi borist hreindýr sem orðið hafa fyrir slysaskoti og stofnunin séð um að farga þeim ef þau fá ekki heilbrigðisvottun en selja þau ella. Þetta er gert til að ekki skapist hvati hjá veiðimönnum til að fella dýr sem ekki er heimild til að fella. Að meðaltali hafa stofnuninni borist 25 dýr á ári.

Dýrin hafa alla jafna verið seld án opinberrar auglýsingar, sem stangast á við almennar reglur og jafnréttissjónarmið. Nú hafa Ríkiskaup gert athugasemd við þetta.

„Við munum auðvitað taka þessar athugasemdir alvarlega og líklega breyta um verklag," segir Kristinn Már Ársælsson, upplýsingafulltrúi Umhverfisstofnunar. Hann segir mögulegt að bráðin verði í framtíðinni auglýst opinberlega og allir fái tækifæri til að kaupa.


Tengdar fréttir

Hreindýrin seld án auglýsingar

Flest hreindýr sem skotin eru fyrir mistök berast til Umhverfisstofnunar, en leiðsögumönnunum ber að skila þeim inn. Þau eru svo seld ef þau fá heilbrigðisstimplun, iðulega án opinberrar auglýsingar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×