Innlent

Hreindýrin seld án auglýsingar

BBI skrifar
Mynd/Vilhelm
Flest hreindýr sem skotin eru fyrir mistök berast til Umhverfisstofnunar, en leiðsögumönnunum ber að skila þeim inn. Þau eru svo seld ef þau fá heilbrigðisstimplun, iðulega án opinberrar auglýsingar.

Þetta kemur fram í fréttablaðinu Austurglugganum. Þar segir að hreindýrakjötið sé yfirleitt selt án auglýsingar, sem fer í bág við almennar reglur. Almenna reglan er sú að þegar ríkið selur eitthvað þá ber að auglýsa það eða kynna með þeim hætti að allir geti vitað um söluna. Þeir sem hins vegar hafa áhuga á að kaupa hreindýrakjöt af Umhverfisstofnun verða að setja sig sjálfir í samband við stofnunina. Einnig hefur starfsmaður hennar samband við ákveðnar kjötvinnslur og veitingahús á Austurlandi.

Þetta virðist andstætt jafnræði mögulegra kaupenda.

Í frétt Austurgluggans kemur fram að Umhverfisstofnun berist um 20-25 hreindýraskrokkar að jafnaði á ári.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×