Innlent

Árvökull blaðberi tilkynnti um vatnsleka

Blaðberi tilkynnti slökkviliðinu um klukkan fjögur í nótt, að vatn vætlaði undan útihurð í húsi í Mosfellsbæ.

Liðið fór á vettvang ásamt lögreglu, sem dýrkaði útihurðina upp svo slökkviliðsmenn kæmust að með dælur sínar, en heimilisfólkið var ekki heima.

Óljóst er hversu mikið tjón varð, en vatnið virðist hafa komið utan að, úr stífluðu niðurfalli, eða einhverju slíku.

Svo var liðið kallað að íbúð við Hverfisgötu í nótt , en hún hafði fyllst af reyk. Reykkafarar röktu upptök hans að potti á eldavél og var snarlega slökkt í öllu þar og svo reykræst. Húsráðanda verð ekki meint af.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×