Innlent

Á annað hundrað manns þurftu að endurgreiða tryggingafélögum

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Umferð.
Umferð.
Ökumenn þurftu í 127 skipti að endurgreiða Vátryggingafélögum vegna umferðaróhappa í fyrra, þar sem tjón varð af ásetningi eða stórkostlegu gáleysi. Nefndinni bárust 132 mál til úrskurðar og því er ljóst að langflestar kröfurnar voru staðfestar.

Ástæður endurkröfu voru oftast ölvun tjónvalds, eða í 54% endurkrafnanna. Lyfjaáhrif var næst algengasta ástæða endurkröfu, og hefur slíkum tilvikum fjölgað jafnt og þétt á undanförnum árum. Voru þau tilvik í 30% málanna. Um 84% endurkrafnanna voru þannig vegna ölvunar ökumanna eða lyfjaáhrifa þeirra. Einnig voru endurkröfur vegna ökuréttindaleysis, vegna ofsa- eða glæfraaksturs, vegna stórfellds vanbúnaðar ökutækis eða farms og loks vegna beins ásetnings ökumanns um að valda tjóni.

Í hitteðfyrra var heildarfjöldi mála 157, og samþykktar endurkröfur að öllu eða einhverju leyti voru 144. Á síðastliðnum fimm árum, þ.e. á árbilinu 2007 til 2011, var meðalfjöldi mála, sem bárust endurkröfunefnd, 170 á ári.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×