Ólafur Örn Haraldsson, þjóðgarðsvörður á Þingvöllum, fékk það hlutverk að sýna Helle Thorning-Schmidt þjóðgarðinn þegar hún kom þangað um eittleytið í dag.
Thorning-Schmidt skoðaði meðal annars nýja göngubrú yfir Almannagjá. Hún og Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra Íslands, munu svo funda saman í Þingvallabústaðnum á eftir.
Þær Helle Thorning-Schmidt og Jóhanna Sigurðardóttir eiga það sameiginlegt að vera fyrstu konurnar sem urðu kjörnar forsætisráðherrar í sínum ríkjum.
Þjóðgarðsvörður fylgir forsætisráðherrum um Þingvelli
JMG og JHH skrifar
