Innlent

Ríkisráð kemur saman á morgun

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Ríkisráð kemur saman á Bessastöðum á morgun.
Ríkisráð kemur saman á Bessastöðum á morgun.
Ríkisráð Íslands hefur verið kvatt saman á Bessastöðum klukkan tvö á morgun. Samkvæmt upplýsingum frá forsætisráðuneytinu er um að ræða hefðbundinn ríkisráðsfund þar sem ráðherrar munu leggja fram mál fyrir forsetann til endurstaðfestingar. Þá mun Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra bera upp tillögur sem varða ráðuneytabreytingar, en eins og fram hefur komið stendur til að gera nokkrar breytingar nú í haust. Þær fela meðal annars í sér að iðnaðarráðuneytið verður lagt niður. Verkefni þess munu flytjast til umhverfisráðuneytis annars vegar og nýs atvinnuvegaráðuneytis hins vegar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×