Innlent

Gulir hundar þurfa meira pláss

BBI skrifar
Ef hundur er með gulan borða, gula slaufu eða eitthvað með gulum lit á taumnum eða hálsbandinu þá er óráðlegt að nálgast hann. Þetta eru skilaboð herferðar sem nefnist Guli hundurinn og er að ryðja sér til rúms hér á landi.

Sumir hundar þurfa meira svigrúm en aðrir. Fyrir því geta verið ýmsar ástæður. Með því að hnýta eitthvað gult í tauminn hans eru öðrum send þau skilaboð að það eigi ekki að nálgast hann.

„Ef við fáum merki um fjarlægð getum við verndað bæði fólk og hunda fyrir óþarfa slysum," segir í kynningu átaksins, sem er unnið í sjálfboðavinnu.

Hér má sjá facebook-síðu átaksins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×