Varar við vegaframkvæmdum um Garðahraun Karen Kjartansdóttir skrifar 27. júlí 2012 12:07 Ein af myndum Kjarvals úr Garðahrauni. Safnstjóri Listasafns Reykjavíkur varar við vegaframkvæmdum um Garðahraun. Hann segir að sú stefna að taka ekki tillit til umhverfis og menningarminja þegar út framkvæmdir sé farið sé stórhættuleg. Íbúar á svæðinu telja að vegurinn muni eyðileggja frægar fyrirmyndir Kjarvalsverka. Fyrirmyndir Kjarvalsverka, fögur náttúra og útivistarsvæði verða eyðilögð þegar nýr vegur frá Garðabæ að Álftanesi verður lagður í gegnum Garðahraun. Þetta kom fram í viðtali við íbúa á svæðinu í fréttum Stöðvar 2 í gær. Stefnt er að því að hefja vegaframkvæmdir í hrauninu innan skamms, jafnvel í haust. Hafþór Ingvason, safnstjóri Listasafns Reykjavíkur og forstöðumaður á Kjarvalsstöðum tekur undir með íbúum. „Það eru mjög slæmar fréttir að það eigi að ráðast í þessar framkvæmdir á næstunni. Viðhorf okkar er að þetta sé svæði sem geymi menningarminjar sem beri að vernda og ég vona að yfirvöld hlusti á bæði nágrannana og þá sem hafa áhuga á Kjarval og myndlist og sögu okkar," segir Hafþór. Kjarval heimsótti staði í hrauninu í um aldarfjórðung og málaði um 50 verk af klettum þar sem hann kenndi við Gálgaklett. Í hellisskúta má finna hluta af tækjum hans og enn má sjá málingu í klettunum eftir listamanninn. Bæjarritari Garðabæjar sagði í samtali við fréttamann í gær að vegurinn ætti ekki að fara í gegnum svokallaðan Kjarvalsreit og því væri ekki hægt að tala um eyðileggingu. Hafþór er ekki sammála mati hans. „Þó það fari ekki beint yfir reitinn er nú þegar búið að byggja mjög nálægt honum og hraunið er að tapa gildi sínu. Það er ekki hægt að vernda bara nokkra fermetra og telja að það sé nóg eða haldi gildi svæðisins óskertu," segir Hafþór. Segir Hafþór að taka verði tillit til fleiri þátta en nú er gert þegar unnið er að skipulagsmálum. Aukið tillit þurfi til að mynda að taka til náttúruverndarsjónarmiða og menningarminja. „Ég held að það sé mjög hættuleg stefna og slæm." Kjarval hafi kennt Íslendingum að sjá náttúruna á nýjan hátt og leiki stjórn hlutverk þegar kemur að upplifun Íslendinga á sýnu eigin landi. „Þetta er það svæði sem er næst okkur höfuðborgarbúum og ég held að það sé mjög mikilvægt að vernda það." Mest lesið Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Innlent Fleiri fréttir Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Sjá meira
Safnstjóri Listasafns Reykjavíkur varar við vegaframkvæmdum um Garðahraun. Hann segir að sú stefna að taka ekki tillit til umhverfis og menningarminja þegar út framkvæmdir sé farið sé stórhættuleg. Íbúar á svæðinu telja að vegurinn muni eyðileggja frægar fyrirmyndir Kjarvalsverka. Fyrirmyndir Kjarvalsverka, fögur náttúra og útivistarsvæði verða eyðilögð þegar nýr vegur frá Garðabæ að Álftanesi verður lagður í gegnum Garðahraun. Þetta kom fram í viðtali við íbúa á svæðinu í fréttum Stöðvar 2 í gær. Stefnt er að því að hefja vegaframkvæmdir í hrauninu innan skamms, jafnvel í haust. Hafþór Ingvason, safnstjóri Listasafns Reykjavíkur og forstöðumaður á Kjarvalsstöðum tekur undir með íbúum. „Það eru mjög slæmar fréttir að það eigi að ráðast í þessar framkvæmdir á næstunni. Viðhorf okkar er að þetta sé svæði sem geymi menningarminjar sem beri að vernda og ég vona að yfirvöld hlusti á bæði nágrannana og þá sem hafa áhuga á Kjarval og myndlist og sögu okkar," segir Hafþór. Kjarval heimsótti staði í hrauninu í um aldarfjórðung og málaði um 50 verk af klettum þar sem hann kenndi við Gálgaklett. Í hellisskúta má finna hluta af tækjum hans og enn má sjá málingu í klettunum eftir listamanninn. Bæjarritari Garðabæjar sagði í samtali við fréttamann í gær að vegurinn ætti ekki að fara í gegnum svokallaðan Kjarvalsreit og því væri ekki hægt að tala um eyðileggingu. Hafþór er ekki sammála mati hans. „Þó það fari ekki beint yfir reitinn er nú þegar búið að byggja mjög nálægt honum og hraunið er að tapa gildi sínu. Það er ekki hægt að vernda bara nokkra fermetra og telja að það sé nóg eða haldi gildi svæðisins óskertu," segir Hafþór. Segir Hafþór að taka verði tillit til fleiri þátta en nú er gert þegar unnið er að skipulagsmálum. Aukið tillit þurfi til að mynda að taka til náttúruverndarsjónarmiða og menningarminja. „Ég held að það sé mjög hættuleg stefna og slæm." Kjarval hafi kennt Íslendingum að sjá náttúruna á nýjan hátt og leiki stjórn hlutverk þegar kemur að upplifun Íslendinga á sýnu eigin landi. „Þetta er það svæði sem er næst okkur höfuðborgarbúum og ég held að það sé mjög mikilvægt að vernda það."
Mest lesið Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Innlent Fleiri fréttir Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Sjá meira