Sport

Annie Mist: Maður þorir aldrei að búast við því að vinna

Annie Mist Þórisdóttir segist hafa fundið fyrir meiri pressu að vinna Heimsleikana í Crossfit í ár en í fyrra. Hún segist þó aldrei hafa þorað að búast við sigri en viðurkennir að vonbrigðin hefðu orðið mikil hefði hún hafnað utan efstu þriggja sætanna.

„Ég æfði svipað fyrir þetta mót og í fyrra en álagið var meira. Pressan var meiri því ég átti titil að verja. Maður hittir margt fólk á ferðalögum og svo eru það styrktaraðilarnir. Þetta setur meiri pressu á mann og ég set meiri pressu á sjálfa mig að vinna."

Þetta sagði Annie Mist í viðtali við Valtý Björn Valtýsson, íþróttafréttamann á 365 miðlum í dag. Brot úr viðtalinu var spilað í kvöldfréttatíma Stöðvar 2 í dag. Hægt er að hlusta á allt viðtalið í spilaranum hér til hliðar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×