Fótbolti

Forlan: Ég var notaður vitlaust hjá Inter

Stefán Hirst Friðriksson skrifar
Forlan hefur til að mynda spilað með Manchester United, Villareal, Atletico Madrid og Inter á ferlinum.
Forlan hefur til að mynda spilað með Manchester United, Villareal, Atletico Madrid og Inter á ferlinum.
Diego Forlan, segir ástæðuna fyrir döpru gengi sínu hjá Inter Milan vera að liðið hafi aldrei notað sig í sinni uppáhalds stöðu.

Forlan var á dögunum seldur til brasilíska félagsins Internacional frá Inter Milan, eftir aðeins eitt tímabil hjá ítalska stórliðinu.

„Ég var látinn spila í stöðu sem ég hafði aldrei spilað áður. Þeir voru oft að nota mig á vængjunum en það gekk ekki upp. Ég reyndi að gera það sem mér var sagt en ég fann mig aldrei hjá liðinu," sagði Forlan.

„Ég vonast til þess að spila mína eðlilegu stöðu, sem framherji í framtíðinni," sagði Diego Forlan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×