Anna Kristín: "Þetta er sigur fyrir konur“ 20. júní 2012 15:40 Anna Kristín Ólafsdóttir „Þetta er áhugavert út af fyrir sig, það er ekki algengt að forsætisráðherra sé gert að borga einstaklingi miskabætur fyrir að ganga yfir hann á skítugum skónum," sagði Anna Kristín Ólafsdóttir um niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur sem staðfesti úrskurð kærunefndar jafnréttismála um að hún hafi verið að minnsta kosti jafn hæf til þess að gegna starfi skrifstofustjóra á nýrri skrifstofu stjórnsýslu- og samfélagsþróunar í forsætisráðuneytinu. Sjálf var Anna Kristín stödd erlendis í fríi þegar Vísir náði tali af henni og hafði ekki lesið dóminn. Það var Arnar Þór Másson sem fékk starfið hjá forsætisráðuneytinu en valið stóð á milli hans og fjögurra kvenna, þar á meðal Önnu Kristínar. Ríkinu var gert að greiða henni hálfa milljón í miskabætur fyrir brotið. Ástæðan var ekki brot ráðuneytisins á jafnréttislögum þegar ráðið var í stöðuna, heldur viðbrögð þess við úrskurðinum þegar ráðuneytið birti tilkynningu á heimasíðu sinni þar sem því var alfarið hafnað að ráðuneytið hefði brotið gegn jafnréttislögum. Á það var fallist að tilkynningin hafi verið niðurlægjandi fyrir Önnu Kristínu og því uppfyllti það skilyrði varðandi lög um miskabætur. Anna Kristín segir málið athyglisvert, ekki síst fyrir þær sakir að þetta er í fyrsta skiptið sem héraðsdómur staðfestir bindandi úrskurð kærunefndar jafnréttismála. Þannig hefði verið hægt að fresta réttaráhrifum málsins, hefði ráðuneytið áfrýjað málinu til dómstóla innan 30 daga, en það gerðu þau ekki og var því álitið bindandi. Anna Kristín bendir einnig á að fáránleiki málsins nái nokkrum hæðum, að hennar mati, þegar það er haft í huga að Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra, var í forsvari fyrir því að breyta lögum með þeim hætti að úrskurðir kærunefndar jafnréttismála yrðu bindandi fyrir dómstólum. „Annars er ég mjög sátt við niðurstöðuna," segir Anna Kristín sem bætir við að það versta sé þó að ef málflutningur ríkislögmanns fyrir rétti standist, það er að hún hafi verið metin fimmta hæfust í starfið, þá hafi einnig verið brotið á þremur öðrum konum í þessu ferli. En eitt er Anna Kristín viss um, „þetta er sigur fyrir konur," segir hún um niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur. Tengdar fréttir Héraðsdómur: Jóhanna braut jafnréttislög Anna Kristín Ólafsdóttir, fékk í dag dæmdar 500 þúsund krónur, í miskabætur frá ríkinu. Hún var umsækjandi um stöðu skrifstofustjóra hjá forsætisráðuneytinu. Arnar Þór Másson var ráðinn í stöðuna. Anna Kristín kærði ráðninguna til kærunefndar jafnréttismála sem komst að þeirri niðurstöðu að Jóhanna Sigurðardóttir hafi brotið gegn ákvæðum laga um jafna stöðu og jafnan rétt karla og kvenna þegar hún skipaði Arnar í stöðuna. 20. júní 2012 14:01 Mest lesið „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Innlent Fleiri fréttir Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Sjá meira
„Þetta er áhugavert út af fyrir sig, það er ekki algengt að forsætisráðherra sé gert að borga einstaklingi miskabætur fyrir að ganga yfir hann á skítugum skónum," sagði Anna Kristín Ólafsdóttir um niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur sem staðfesti úrskurð kærunefndar jafnréttismála um að hún hafi verið að minnsta kosti jafn hæf til þess að gegna starfi skrifstofustjóra á nýrri skrifstofu stjórnsýslu- og samfélagsþróunar í forsætisráðuneytinu. Sjálf var Anna Kristín stödd erlendis í fríi þegar Vísir náði tali af henni og hafði ekki lesið dóminn. Það var Arnar Þór Másson sem fékk starfið hjá forsætisráðuneytinu en valið stóð á milli hans og fjögurra kvenna, þar á meðal Önnu Kristínar. Ríkinu var gert að greiða henni hálfa milljón í miskabætur fyrir brotið. Ástæðan var ekki brot ráðuneytisins á jafnréttislögum þegar ráðið var í stöðuna, heldur viðbrögð þess við úrskurðinum þegar ráðuneytið birti tilkynningu á heimasíðu sinni þar sem því var alfarið hafnað að ráðuneytið hefði brotið gegn jafnréttislögum. Á það var fallist að tilkynningin hafi verið niðurlægjandi fyrir Önnu Kristínu og því uppfyllti það skilyrði varðandi lög um miskabætur. Anna Kristín segir málið athyglisvert, ekki síst fyrir þær sakir að þetta er í fyrsta skiptið sem héraðsdómur staðfestir bindandi úrskurð kærunefndar jafnréttismála. Þannig hefði verið hægt að fresta réttaráhrifum málsins, hefði ráðuneytið áfrýjað málinu til dómstóla innan 30 daga, en það gerðu þau ekki og var því álitið bindandi. Anna Kristín bendir einnig á að fáránleiki málsins nái nokkrum hæðum, að hennar mati, þegar það er haft í huga að Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra, var í forsvari fyrir því að breyta lögum með þeim hætti að úrskurðir kærunefndar jafnréttismála yrðu bindandi fyrir dómstólum. „Annars er ég mjög sátt við niðurstöðuna," segir Anna Kristín sem bætir við að það versta sé þó að ef málflutningur ríkislögmanns fyrir rétti standist, það er að hún hafi verið metin fimmta hæfust í starfið, þá hafi einnig verið brotið á þremur öðrum konum í þessu ferli. En eitt er Anna Kristín viss um, „þetta er sigur fyrir konur," segir hún um niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur.
Tengdar fréttir Héraðsdómur: Jóhanna braut jafnréttislög Anna Kristín Ólafsdóttir, fékk í dag dæmdar 500 þúsund krónur, í miskabætur frá ríkinu. Hún var umsækjandi um stöðu skrifstofustjóra hjá forsætisráðuneytinu. Arnar Þór Másson var ráðinn í stöðuna. Anna Kristín kærði ráðninguna til kærunefndar jafnréttismála sem komst að þeirri niðurstöðu að Jóhanna Sigurðardóttir hafi brotið gegn ákvæðum laga um jafna stöðu og jafnan rétt karla og kvenna þegar hún skipaði Arnar í stöðuna. 20. júní 2012 14:01 Mest lesið „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Innlent Fleiri fréttir Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Sjá meira
Héraðsdómur: Jóhanna braut jafnréttislög Anna Kristín Ólafsdóttir, fékk í dag dæmdar 500 þúsund krónur, í miskabætur frá ríkinu. Hún var umsækjandi um stöðu skrifstofustjóra hjá forsætisráðuneytinu. Arnar Þór Másson var ráðinn í stöðuna. Anna Kristín kærði ráðninguna til kærunefndar jafnréttismála sem komst að þeirri niðurstöðu að Jóhanna Sigurðardóttir hafi brotið gegn ákvæðum laga um jafna stöðu og jafnan rétt karla og kvenna þegar hún skipaði Arnar í stöðuna. 20. júní 2012 14:01