Lífið

Ólafur Ragnar kemur Audda á óvart

"Ég frétti að þú hefðir verið að leita að mér!„ segir Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands sem kom Auðunni Blöndal eða Audda eins og hann er kallaður á óvart með því að mæta í útvarpsþáttinn hans FM95BLÖ óboðinn.

Auddi og Sveppi hafa undanfarna daga og vikur reynt að ná í forseta Íslands en ekki haft erindi sem erfiði.

Útvarpsmaðurinn og íþróttafréttamaðurinn Hjöbbi K eða Hjörvar Hafliðason, bjargaði málunum fyrir Audda og kom honum á óvart með leynigesti sem var enginn annar en forsetinn.

Í meðfylgjandi myndskeiði má sjá þegar forsetinn mætti í þáttinn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×