Lífið

Bónorð í beinni

Meðfylgjandi má heyra þegar Eva biður Fannar Daða að gifast sér í beinni útsendingu í morgun. Hún sendi morgunþættinum Magasín tölvupóst sem hljóðaði svona:

Hæ hæ, viljiði skila kveðju til yndilegasta manns í heimi og vera svo væn að spurja hann fyrst við erum að þessu hvort hann vilji giftast mér? Hann er núna að vinna við að keyra vörubíll og er einn og leiðist. Hann heitir Fannar Daði. Langar að þið spurjið hann og skilið til hans að ég elski hann meira en allt í heiminum og að hann og strákurinn okkar skiptir mig öllu máli.

Þáttastjórnendur Magasín létu í kjölfarið verða að því að hringja í Fannar Daða sem stoppaði vörubílinn sem hann keyrði þegar bónorðið er borið upp af Evu sem var á hinni línunni í beinni útsendingu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×