Innlent

Valtari á topplista víða um heim

JHH skrifar
Nýjasta hljóðversplata Sigur Rósar, Valtari, kom út á mánudag og náði strax 1. sæti á íslenska listanum. Platan hefur einnig hlotið góðar viðtökur erlendis.

Samkvæmt upplýsingum frá útgefandanum hér á landi, Smekkleysu, hefur hljómsveitin náð sínum besta árangri hingað til á sölulistum í eftirtöldum löndum:

1.sæti á listanum í Írlandi

7. sæti í Bandaríkjunum

4. sæti í Japan

5. sæti í Belgíu

8. sæti á Bretlandi

18. sæti í Hollandi

Auk þessa situr hljómsveitin í 14. sæti í Austurríki, 15. sæti í Sviss, 18. sæti Tékklandi, 23. í Þýskalandi, 39. í Austurríki 41. í Frakklandi.

Í meðfylgjandi myndskeiði má sjá myndband Ingu Birgisdóttur við lagið Varúð af Valtara.


Tengdar fréttir

Valtari slær í gegn í Bandaríkjunum - 26 þúsund eintök seld

Hljómsveitin Sigur Rós hefur selt yfir tuttugu og sex þúsund eintök af nýjustu plötu sinni, Valtari, í Bandaríkjunum og kom út í lok síðasta mánaðar. Platan situr nú í sjöunda sæti á Billboard-listanum sem verður gefinn út á morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×