Smelltu á mynd og ýttu á örvarnar á lyklaborði til að fletta albúminu.Myndir/Sigurjón Ragnar
Fjöldi fólks kom saman í verslun Eymundsson í gærkvöldi í tilefni af jólaútgáfu Bókabeitunnar. Á þessum degi íslenskrar tungu kynnti Bókabeitan þrjár nýjar bækur fyrir börn og unglinga.
Fyrst ber að nefna Kamillu Vindmyllu og bullorðna fólkið eftir Hilmar Örn Óskarsson en Hilmar las úr bók sinni við góðar undirtektir viðstaddra.
Marta Hlín las úr Ófriði, fjórðu bókinni um krakkana í Rökkurhæðum, sem hún skrifaði ásamt Birgittu Elínu.
Nú fyrir jólin gefur Bókabeitan einnig út bókina Grimmsystur: Ævintýraspæjarar eftir Michael Buckley en bókin sat lengi á vinsældarlista New York Times.