Lífið

Gleði hjá grínistum

Auðunn Blöndal.
Auðunn Blöndal.
Kátt á hjalla var á heimili fjölmiðlamannsins og grínistans Auðuns Blöndal á laugardagskvöldið þegar hann hélt þar veislu til að fagna sumarkomunni.

Gestgjafi og gestir, meðal annarra nokkrir af vinsælustu skemmtikröftum þjóðarinnar, klæddu sig upp sem persónur úr kvikmyndum og höfðu gaman af. Sjálfur brá Auddi sér í gervi fréttaþularins Rons Burgundy úr Anchorman, Björn Bragi Arnarsson hermdi eftir Tom Cruise í eitís-unglingamyndinni All The Right Moves, Anna Svava Knútsdóttir eftir Darryl Hannah í Kill Bill og Hugi Halldórsson, sjálfur Ofur-Hugi, var Jókerinn úr Batman.

Meðal annarra gesta voru Sverrir Bergmann, sem var Kalli úr Sælgætisgerðinni, fatahönnuðurinn Marín Manda Magnúsdóttir, sem var Kleópatra, og sparksérfræðingurinn Hjörvar Hafliðason sem mætti seint og búningslaus.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×