Lífið

Fréttahaukur í New York

Eiríkur Jónsson.
Eiríkur Jónsson.
Blaðamaðurinn Eiríkur Jónsson opnaði nýlega vefsíðuna Eirikurjonsson.is. Þar birtir hann örfréttir sem eru oftar en ekki skreyttar með símamyndum sem hann tekur sjálfur.

Hann skrifar einn á síðuna og efnistökin litast óneitanlega af því. Eiríkur er nú staddur í New York og vefurinn sefur að sjálfsögðu ekki á meðan. Hann birtir nefnilega reglulegar fréttir úr stóra eplinu en honum hefur tekist nokkuð vel að fanga fjölbreytt mannlífið með símamyndavélina að vopni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×