Innlent

Grunaður morðingi fyrir dóm á morgun

Kjartan Hreinn Njálsson skrifar
Konan fannst látin í þessu hús í Hafnarfirði en Hlífar hafði búið þar.
Konan fannst látin í þessu hús í Hafnarfirði en Hlífar hafði búið þar. Fréttablaðið/anton
Ákæra gegn Hlífari Vatnari Stefánssyni verður þingfest í Héraðsdómi Reykjaness á morgun. Hlífar er grunaður um að hafa banað fyrrverandi unnustu sinni í Hafnarfirði í byrjun febrúar á þessu ári.

Hlífar kom sjálfur á lögreglustöðina í Hafnarfirði eftir morðið. Í kjölfarið fannst konan látin á heimili hans. Aðkoman var afar ljót og ljóst var að konunni höfðu verið veittir banvænir áverkar á hálsi með eggvopni.

Hlífar, sem var góðkunningi lögreglunnar í Hafnarfirði, hefur gengist við því að hafa veitt konunni áverkana.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×