Innlent

Búinn að skila meðmælendalista

Hannes Bjarnason, forsetaframbjóðandi.
Hannes Bjarnason, forsetaframbjóðandi. mynd/facebook
„Við erum búin að skila meðmælendalistunum," segir Hannes Bjarnason, forsetaframbjóðandi. Alls vantaði 126 undirskriftir á listann svo að hann yrði samþykktur af yfirkjörstjórnum Reykjavíkurkjördæma norðurs og suðurs.

„Ég skil ekki af hverju þetta fór svona" segir Hannes. Hann segir að vel hafi verið staðið að söfnuninni. „En það skiptir ekki máli núna. Við erum búin að skila og þetta gekk mjög vel."

Þeir Hannes og Ástþór Magnússon fengu frest þangað til á morgun til að skila meðmælendalistum sínum en yfirkjörstjórnir Reykjavíkurkjördæma norður og suður höfðu gert athugasemdir við lista þeirra.

Ástþór vantar meðmæli í Norðlendingafjórðungi á meðan Hannesi vantar um 100 meðmæli í Sunnlendingafjórðungi. Þá leikur grunur á að tugir meðmælenda Ástþórs Magnússonar hafi verið skráðir á lista hans að þeim fornspurðum.

„Núna ætla ég og fjölskylda mín að safna kröftum fyrir komandi átök," segir Hannes. „Þetta hefur sannarlega reynt á fjölskylduna mína en hún hefur staðið við bakið á mér í gegnum þetta allt saman."



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×