Var níu daga í fangelsi á Suðurnesjum Karen Kjartansdóttir skrifar 10. maí 2012 18:42 Fimmtán ára gamli drengurinn sem dæmdur var í fangelsi fyrir að framvísa fölsuðum vegabréfum við komu til landsins var í haldi í níu daga í fangelsi á Suðurnesjum. Hann segist hafa liðið hræðilega og finnist hann í fyrsta skipti öruggur hjá fósturfjölskyldu sinni. Bilal Fathi segist verða sextán ára gamall í september en hann er frá Marokkó en ekki Alsír eins og fyrst var haldið. Hann hefur undanfarið búið heima hjá fjölskyldu Salmans Tamimi formanns félags Múslima á Íslandi og þar líði honum vel. Síðustu ár hafi hann flakkað um Norðurlöndin í leit að betra lífi. Síðast hafi hann dvalið í Finnlandi og unnið hjá Marokkóskum manni sem hafi ekki greitt sér laun og farið mjög illa með sig. Hann hafi flúið hann hingað til lands þar sem hann hafði heyrt góða hluti um land og þjóð. „Hann kom frá Marókkó og fór svo til Evrópu. Hann lenti svo hér á Íslandi þar sem hann langar að mennta sig og lifa betra lífi," segir Salmann, fósturfaðir Bilals. Bilal var síðan handtekinn á Keflavíkurflugvelli og settur í fagnaklefa í níu daga. Þá visst segir hann hafa verið hrikalega, hann hafi verið mjög hræddur og liðið eins og stórglæpamanni. „Honum fannst eins og hann væri stórglæpamaður, því fangelsi eru bara fyrir glæpamenn," segir Salmann, sem túlkaði fyrir Bilal í kvöldfréttum Stöðvar 2. Bilal er þó hrifinn af landi og þjóð og langar að búa hér á landi í framtíðinni. „Hann er mjög ánægður núna. Hann býr með fjölskyldu, er öruggur og líður mjög vel. Ég ætla að aðstoða hann í samstarfi við barnaverndarnefnd í Sandgerði. Hann fer svo strax að læra íslensku og ætlar að æfa fótbolta," segir Salmann. „Þetta er voðalega kurteis strákur og konan mín er rosalega ánægð með hann því hann setur í þvottavélina fyrir hana," segir hann. Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Fleiri fréttir Næstlengsta þingdeila sögunnar nartar í hæla þriðja orkupakkans Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Sjá meira
Fimmtán ára gamli drengurinn sem dæmdur var í fangelsi fyrir að framvísa fölsuðum vegabréfum við komu til landsins var í haldi í níu daga í fangelsi á Suðurnesjum. Hann segist hafa liðið hræðilega og finnist hann í fyrsta skipti öruggur hjá fósturfjölskyldu sinni. Bilal Fathi segist verða sextán ára gamall í september en hann er frá Marokkó en ekki Alsír eins og fyrst var haldið. Hann hefur undanfarið búið heima hjá fjölskyldu Salmans Tamimi formanns félags Múslima á Íslandi og þar líði honum vel. Síðustu ár hafi hann flakkað um Norðurlöndin í leit að betra lífi. Síðast hafi hann dvalið í Finnlandi og unnið hjá Marokkóskum manni sem hafi ekki greitt sér laun og farið mjög illa með sig. Hann hafi flúið hann hingað til lands þar sem hann hafði heyrt góða hluti um land og þjóð. „Hann kom frá Marókkó og fór svo til Evrópu. Hann lenti svo hér á Íslandi þar sem hann langar að mennta sig og lifa betra lífi," segir Salmann, fósturfaðir Bilals. Bilal var síðan handtekinn á Keflavíkurflugvelli og settur í fagnaklefa í níu daga. Þá visst segir hann hafa verið hrikalega, hann hafi verið mjög hræddur og liðið eins og stórglæpamanni. „Honum fannst eins og hann væri stórglæpamaður, því fangelsi eru bara fyrir glæpamenn," segir Salmann, sem túlkaði fyrir Bilal í kvöldfréttum Stöðvar 2. Bilal er þó hrifinn af landi og þjóð og langar að búa hér á landi í framtíðinni. „Hann er mjög ánægður núna. Hann býr með fjölskyldu, er öruggur og líður mjög vel. Ég ætla að aðstoða hann í samstarfi við barnaverndarnefnd í Sandgerði. Hann fer svo strax að læra íslensku og ætlar að æfa fótbolta," segir Salmann. „Þetta er voðalega kurteis strákur og konan mín er rosalega ánægð með hann því hann setur í þvottavélina fyrir hana," segir hann.
Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Fleiri fréttir Næstlengsta þingdeila sögunnar nartar í hæla þriðja orkupakkans Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Sjá meira