Lífið

Finlands Next Top Model á Íslandi

„Það er okkur sönn ánægja að fá að taka þátt í þessu verkefni," segir Lilja Konráðsdóttir hjá Max Factor um samstarf snyrtivörumerkisins og sjónvarpsþáttaseríunnar Finlands Next Top Model.

Einn þáttur úr seríunni var tekinn upp hér á landi í vikunni og tileinkaður Íslandi. Öllu var til tjaldað og útkoman var hin glæsilegasta.

„Steinunn Sigurðardóttir fatahönnuður sá um tískusýninguna sem fram fór í Hörpunni. Einnig komu stúlkurnar fram í flugfreyjueinkennisbúningum Icelandair frá upphafi starfsemi þess til nútímans og hitti það svo sannarlega í mark hjá flugfreyjukórnum sem kom og söng fyrir gesti."

Lífið kíkti baksviðs á meðan undirbúningur tískusýningarinnar stóð sem hæst og fylgdist með. Ísak Freyr sá um förðun og Theodóra Mjöll Skúladóttir Jack um hárið.

Sjá má fleiri myndir af viðburðinum á Facebooksíðu Max Factor á Íslandi.

Myndi/Vilhelm Gunnarsson





Fleiri fréttir

Sjá meira


×