Lífið

Skaði sigraði - Tales of a Sea Cow fékk sérstaka viðurkenningu

Etienne de France, Börkur Sigþórsson, Paweł Wysoczański, Heather Millard, stjórnandi RS&D og Brynja Dögg Friðriksdóttir, kynningarfulltrúi RS&D. /Ljósm: Ása Baldursdóttir/Snoop-Around.com
Etienne de France, Börkur Sigþórsson, Paweł Wysoczański, Heather Millard, stjórnandi RS&D og Brynja Dögg Friðriksdóttir, kynningarfulltrúi RS&D. /Ljósm: Ása Baldursdóttir/Snoop-Around.com
Íslenska stuttmyndinn Skaði í leikstjórn Barkar Sigþórssonar fékk verðlaunin Besta íslenska stuttmyndin en verðlaunin, GoPro HD Hero Kit, voru veitt við hátíðlega athöfn á miðvikudagskvöldið á Reykjavík Shorts & Docs hátíðinni.

Heimildamyndin We will be happy one day í leikstjórn Paweł Wysoczański fékk verðlaun sem Besta heimildamyndin í flokki nýliða, eða Canon DSLR 7D body.

Þá fékk Etienne de France sérstaka viðurkenningu fyrir heimildamynd sína Tales of a Sea Cow en verðlaun hans eru miði á Sheffield heimildamyndahátíðina haldin verður í júní á þessu ári.

Í dag fer Reykjavík Shorts & Docs hátíðin á flakk og er fyrsti viðkomustaðurinn Sindrabær, Höfn í Hornafirði, þar sem sýndar verða 25 stutt-og heimildamyndir á morgun, laugardaginn 12.maí. Aðstandendur hátíðarinnar eru fullir tilhlökkunar yfir því að fara með hátíðina út á land og á komandi mánuðum er stefnt á að heimsækja 2-3 önnur bæjarfélög á landsbyggðinni með kvikmyndasýningar.


Tengdar fréttir

Leitar að goðsagnakenndu spendýri með hljóðvísindum

"Fólk hefur þóst sjá þessi dýr í gegnum tíðina, og það er eiginlega orðið goðsagnakennt,“ segir franski listamaðurinn Etienne de France, sem er búsettur hér á landi en hann gerði heimildarmynd um heldur sérlundaða vísindamenn, sem leita að hinni dularfullu Steller-sækú.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×