Innlent

Bað barnunga systur unnustu sinnar að nota kynlífshjálpartæki

Héraðsdómur Reykjaness dæmdi í gær karlmann í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir blygðunarsemis- og barnaverndarlagabrot gegn barnungri systur unnustu sinnar.

Maðurinn játaði að hafa sýnt stúlkunni klámmyndband í tölvu sinni og beðið hana ítrekað um að nota kynlífshjálpartæki. Fyrir vikið hugðist hann greiða henni 1000 til 2000 krónur í reiðufé.

Brotin áttu sér stað í maí til september á síðasta ári en þá var stúlkan þrettán til fjórtán ára gömul.

Manninum er gert að greiða stúlkunni 225 þúsund krónur í miskabætur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×