Innlent

Fimm teknir úr umferð í gær ölvaðir eða dópaðir

Mynd: Vilhelm Gunnarsson
Fimm ökumenn voru teknir úr umferð á höfuðborgarsvæðinu á aðeins þremur klukkustundum í gærkvöldi og fram yfir miðnætti, vegna ölvunaraksturs eða aksturs undir áhrifum fíkniefna. Þrír voru ölvaðir og tveir dópaðir.

Fíkniefni fundust í bíl eins þeirra, en hann var uppphaflega stöðvaður vegna hraðaksturs. Hann var auk þess ökuréttindalaus. Að sögn er þetta óvenju mikilll fjöldi svona brota á einu kvöldi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×