Lífið

Dorrit mætti í opnun Gló

myndir/lífið
Frábær stemning ríkti í opnun veitingastaðarins Gló í Hafnarfirði eins og sjá má á meðfylgjandi myndum. Eigendurnir, Sólveig Eiríksdóttir og Elías Guðmundsson, tóku á móti gestum í Hafnarborg þar sem heilsustaðurinn er staðsettur.



Dorrit Moussaieff mætti í opnunina með bros á vör. Lífið spurði Sollu um samband hennar og forsetafrúarinnar:

"Við Dorrit eigum fallega vináttu. Við kynntumst á Gló. Hún kom til að fá sér að borða og við tókum tal saman. Það var eins og við hefðum alltaf þekkst. Það sýndi sig fljótlega að við höfum báðar áhuga á svipuðum hlutum, lífrænni ræktun, hollu mataræði, að gera Ísland sem sjálfbærast með meiru. Hún hugsar mjög vel um sig og elskar hollan og góðan mat. Hún elskar matinn á Gló og borðar þar mjög oft," svarar Solla.

"Mér finnst Dorrit ein skemmtilegasta og mest sjarmerandi manneskja sem ég hef kynnst. Hún er eldklár, sérlega vel gefin og þér leiðist aldrei í hennar félagsskap. Hún kemur eins fram við alla, hefur mikla útgeislun og lætur fáa ósnortna. Hún elskar Ísland og öll sú ómetanlega landkynning sem hún hefur staðið fyrir verður ekki metin til fjár. Ég hef aldrei kynnst manneskju sem elskar lífið og mannfólkið á jafn einlægan og fordómalausan hátt. Þar hefur hún verið mér mikill innblástur."

Gló.is






Fleiri fréttir

Sjá meira


×