Til skoðunar að taka Star Trek upp á Íslandi 1. maí 2012 14:00 Leikararnir Zachary Quinto og Chris Pine munu leika aðalhlutverkin, Dr. Spock og Kirk kaftein, líkt og í síðustu Star Trek-mynd. Til greina kemur að taka upp atriði fyrir nýja Star Trek-mynd á Íslandi í sumar. Ef að líkum lætur mun íslenska framleiðslufyrirtækið Saga Film hafa umsjón með tökunum hérlendis. Þegar samband var haft við Saga Film vildi Kristinn Þórðarson framleiðandi ekki tjá sig um málið. Um er að ræða tólftu kvikmyndina í Star Trek seríunni, framhald myndarinnar Star Trek. Sú naut gríðarlegra vinsælda um heim allan þegar hún var frumsýnd árið 2009 og þótti blása nýju lífi í seríuna sem hafði fram að því dvínað verulega í vinsældum. Af þeim sökum er framhaldsins beðið með mikilli eftirvæntingu en það verður frumsýnt á næsta ári. Mikilli leynd hefur verið haldið yfir framleiðslu myndarinnar ytra. Þannig hefur til að mynda enn ekki verið greint frá titli hennar og söguþráðurinn er á huldu. Hins vegar er ljóst að helstu stjörnur þeirrar fyrri, svo sem Chris Pine, Zachary Quinto, Zoe Saldana, John Cho og Simon Pegg munu endurtaka hlutverk sín. Þá sest J.J. Abrahams aftur í leikstjórastólinn en hann er meðal annars þekktur fyrir stórmyndir á borð við Mission: Impossible III og Super 8. Vegna þeirrar miklu leyndar sem hvílir yfir gerð myndarinnar er með öllu óljóst hversu umfangsmiklar tökurnar á Íslandi gætu orðið. Ekki er hægt að segja til um hversu stórt kvikmyndatökulið kæmi að utan eða hvort leikstjórinn og leikarar yrðu með í för. Sá orðrómur hefur hins vegar komist á kreik að hin ímyndaða pláneta Vúlkan, sem persónan Spock kemur frá, verði áberandi í myndinni eftir að ljósmyndir frá tökum ytra láku á netið. Þær sýna Zachary Quinto, sem fer með hlutverk Spock, síga í kaðli niður í hrjóstugt landslag sem þykir minna á Vúlkan. Ef rétt reynist má velta fyrir sér hvort kvikmyndagerðarmennirnir sjái Ísland fyrir sér sem ákjósanlegan tökustað fyrir atriði sem eiga að gerast þar. Þess má geta að verði tökurnar að veruleika yrði verkefnið fjórða Hollywood-verkefnið sem er tekið upp hér á árinu. Hin eru kvikmynd Bens Stiller, The Secret Life of Walter Mitty, Horizon sem skartar Tom Cruise í aðalhlutverki og Noah, mynd Darrens Aronofsky um örkina hans Nóa með Russel Crowe í burðarrullunni. Árið 2012 virðist því ætla að verða gjöfult hvað erlend kvikmyndaverkefni varðar. roald@frettabladid.is Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Fleiri fréttir Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Sjá meira
Til greina kemur að taka upp atriði fyrir nýja Star Trek-mynd á Íslandi í sumar. Ef að líkum lætur mun íslenska framleiðslufyrirtækið Saga Film hafa umsjón með tökunum hérlendis. Þegar samband var haft við Saga Film vildi Kristinn Þórðarson framleiðandi ekki tjá sig um málið. Um er að ræða tólftu kvikmyndina í Star Trek seríunni, framhald myndarinnar Star Trek. Sú naut gríðarlegra vinsælda um heim allan þegar hún var frumsýnd árið 2009 og þótti blása nýju lífi í seríuna sem hafði fram að því dvínað verulega í vinsældum. Af þeim sökum er framhaldsins beðið með mikilli eftirvæntingu en það verður frumsýnt á næsta ári. Mikilli leynd hefur verið haldið yfir framleiðslu myndarinnar ytra. Þannig hefur til að mynda enn ekki verið greint frá titli hennar og söguþráðurinn er á huldu. Hins vegar er ljóst að helstu stjörnur þeirrar fyrri, svo sem Chris Pine, Zachary Quinto, Zoe Saldana, John Cho og Simon Pegg munu endurtaka hlutverk sín. Þá sest J.J. Abrahams aftur í leikstjórastólinn en hann er meðal annars þekktur fyrir stórmyndir á borð við Mission: Impossible III og Super 8. Vegna þeirrar miklu leyndar sem hvílir yfir gerð myndarinnar er með öllu óljóst hversu umfangsmiklar tökurnar á Íslandi gætu orðið. Ekki er hægt að segja til um hversu stórt kvikmyndatökulið kæmi að utan eða hvort leikstjórinn og leikarar yrðu með í för. Sá orðrómur hefur hins vegar komist á kreik að hin ímyndaða pláneta Vúlkan, sem persónan Spock kemur frá, verði áberandi í myndinni eftir að ljósmyndir frá tökum ytra láku á netið. Þær sýna Zachary Quinto, sem fer með hlutverk Spock, síga í kaðli niður í hrjóstugt landslag sem þykir minna á Vúlkan. Ef rétt reynist má velta fyrir sér hvort kvikmyndagerðarmennirnir sjái Ísland fyrir sér sem ákjósanlegan tökustað fyrir atriði sem eiga að gerast þar. Þess má geta að verði tökurnar að veruleika yrði verkefnið fjórða Hollywood-verkefnið sem er tekið upp hér á árinu. Hin eru kvikmynd Bens Stiller, The Secret Life of Walter Mitty, Horizon sem skartar Tom Cruise í aðalhlutverki og Noah, mynd Darrens Aronofsky um örkina hans Nóa með Russel Crowe í burðarrullunni. Árið 2012 virðist því ætla að verða gjöfult hvað erlend kvikmyndaverkefni varðar. roald@frettabladid.is
Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Fleiri fréttir Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Sjá meira