Innlent

800 bifhjól á Laugavegi - Vítisenglar aftast í röðina

Frá Laugaveginum í dag.
Frá Laugaveginum í dag.
Yfir átta hundruð ökumenn bifhjóla söfnuðust saman í hópkeyrslu í miðbæ Reykjavíkur í dag. Röðin náði frá Bankastræti og upp fyrir Hlemm. Vítisenglar á Íslandi röðuðu sér hinsvegar á Skólavörðustíginn en ekki á Laugaveginn eins og aðrir ökumenn.

Lögreglan lokaði þá Skólavörðustígnum og þurftu Vítisenglar að bíða þar til öll bifhjólin voru farin framhjá.

Fréttamaður Stöðvar 2 sem var á vettvangi segir að þessar aðgerðir lögreglu hafi verið gerðar í góðu samstarfi við Vítisengla, sem biðu rólegir þar til röðin var komin að þeim.

1. maí er forvarnardagur bifhjólafólks og er árlegur viðburður á vegum Sniglanna, Bifhjólasamtaka lýðveldisns.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×