Innlent

Sumarbústaður stórskemmdist í bruna

Þessi mynd var tekin af slökkviliðsmanni á vettvangi. Mynd/ dfs.is
Þessi mynd var tekin af slökkviliðsmanni á vettvangi. Mynd/ dfs.is
Sumarbústaður í Efstadalsskógi í Laugardal í Bláskógabyggð stórskemmdist í bruna nú síðdegis. Allt tiltækt slökkvilið frá Reykholti og Laugarvatni var kallað á staðinn, eftir því sem fram kemur á fréttavefnum dfs. Að auki var sjúkra- og lögreglulið sent frá Selfossi.

Enginn mun hafa verið í bústaðnum þegar eldurinn kom upp en það var fólk í nágrenninu úr öðrum bústað sem tilkynnti um eldinn. Töluverður eldur var inn í bústaðnum þegar slökkviliðið kom og voru reykkafarar sendir inn í hann. Allt innanhúss í bússtaðnum er brunnið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×