Lífið

Spenntur fyrir Íslandi

Ástralski stórleikarinn og Óskarsverðlaunahafinn Russell Crowe er á leið til Íslands eins og kunnugt er. Mun Crowe fara með aðalhlutverk í kvikmyndinni Noah í leikstjórn Darren Aronofsky sem verður að hluta tekin upp hér á landi í sumar.

Íslenskir aðdáendur kappans eru að öllum líkindum spenntir að fá hann hingað til lands og ef eitthvað er að marka nýja færslu á Twitter-síðu leikarans er áhuginn gagnkvæmur.

Þar segist Crowe nefnilega hafa langað að heimsækja Ísland um langa hríð og bætir svo við að hann hafi ætíð fundið fyrir tengingu við landið. Hann segist ekki hafa hugmynd um af hverju en veltir loks fyrir sér hvort fortíð hans sem víkingur hinn mesti kunni að vera ástæðan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×