Innlent

Halldór Guðmundsson nýr forstjóri Hörpu

Halldór Guðmundsson hefur verið ráðinn forstjóri Hörpu, tónlistar og ráðstefnuhúss. Í tilkynningu frá Hörpu segir að Halldór hafi frá vori 2008 verið til skamms tíma framkvæmdastjóri verkefnisins "Sögueyjan Ísland"- þegar Ísland var heiðursgestur bókamessunar í Frankfurt.

„Auk ritstarfa á Halldór langan feril í bókaútgáfu. Hann var útgáfustjóri Máls og menningar frá 1984, framkvæmdastjóri, forstjóri og síðar útgefandi hjá Eddu - útgáfu hf. 2000 - 2003. Hann hefur verið stundakennari við Háskóla Íslands og Háskólann á Bifröst, haldið fyrirlestra víða og gert útvarps- og sjónvarpsþætti um bókmenntir og bókmenntasögu. Hann hlaut Íslensku bókmenntaverðlaunin fyrir árið 2004 fyrir bók sína Halldór Laxness - ævisaga. Þá var Halldór í stjórn Listahátíðar í Reykjavík 2000-2006, þar af 4 ár formaður. Hann hefur verið í stjórn Bókmenntahátíðar í Reykjavík frá 1987, varaformaður Þjóðleikhúsráðs frá haustinu 2007, fyrsti stjórnarformaður Forlagsins frá október 2007 til ársloka 2008, í stjórn RÚV frá vori 2012 og ritstjóri Skírnis frá árinu 2006."

Halldór er fæddur í Reykjavík 1956. Hann lauk B. A. próf í almennri bókmenntafræði með íslensku sem aukagrein 1979 og mag. art. próf í almennri bókmenntafræði frá Kaupmannahafnarháskóla 1984.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×