Innlent

Vísindaveisla í Kirkjubæjarklaustri í dag

mynd/Háskóli Íslands
Háskólalest Háskóla Íslands býður til vísindaveislu í Kirkjubæjarklaustri í dag. Þar geta allir aldurshópar kynnt sér ýmis undir vísindanna og fylgst með mögnuðum sýningum Sprengjugengisins.

Háskólalestin kom til Kirkjubæjarklausturs í gær og var nemendum í Víkurskóla og Kirkjubæjarskóla boðið upp á fjölbreytt í Háskóla unga fólksins undir handleiðslu kennara.

Vísindaveislan fer síðan fram í dag en hún verður haldin í félagsheimilinu Kirkjuhvoli og Íþróttahúsi grunnskólans klukkan 12 og stendur til 16. Þar verður margt í boði: stjörnutjald, sýnitilraunir, eldorgel, tæki og tól, japönsk menning, jarðvísindi, þrautir og leikir.

Auk þess verður Sprengjugengið, hópur efnafræðinema með kröftugar og litríkar tilraunir, með tvær sýningar í Kirkjuhvoli klukkan 12:30 og 14:30.

Dagskrá Háskólalestarinnar er öllum opin, aðgangur er ókeypis.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×