Innlent

Alþjóðlegi nakti garðyrkjudagurinn er í dag

Sem betur fer viðrar vel hér á Íslandi í dag.
Sem betur fer viðrar vel hér á Íslandi í dag.
Alþjóðlegi nakti garðyrkjudagurinn er haldinn hátíðlegur víðsvegar um heim í dag. Þá eru náttúruunnendur og blómabörn hvött til þess að sinna garðinum sínum berrössuð.

Það eru bandarísku nektarsamtökin AANR sem eru bakhjarl verkefnisins. Samtökin hvetja fólk til að snúa aftur til hins upprunlega ástands þegar maðurinn gekk nakinn um grösuga haga.

Garðyrkjustörfin geta verið af ýmsum toga - allt frá því að reita arfa til þess að vökva inniplöntur - svo lengi sem að fólk er nakið.

Sem betur fer viðrar vel hér á Íslandi í dag. Þá verður allt að 8 stiga hiti og hlýjast Suðvestan til. Samkvæmt veðurstofunni verður þó næturfrost víða í kvöld og nótt. Stripplingar ættu því að hugsa sig tvisvar um áður en þeir halda út í garð í kvöld.

Áhugasamir geta kynnt sér verkefnið hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×