Innlent

Engir ísbirnir á Hornströndum - en ummerki um vélsleðamenn

Mynd/Vilhelm Gunnarsson
Lögreglan á Ísafirði fór í gær með þyrlu Landhelgisgæslunnar í eftirlitsflug um friðlandið á Hornströndum. Ekkert sást til bjarndýra eða ummerkja um að slíkar skepnur hefðu verið þar á ferð.

En hinsvegar sáust vegsummerki um að vélsleðar hefðu verið þar á ferð. Bæði sáust för eftir sleða á snjó en einnig þar sem enginn snjór er lengur. Umferð vélsleða eða annarra vélknúinna farartækja í friðlandinu er með öllu óheimil.

Þá vill lögregla benda á tilkynningarskyldu þeirra sem um firðlandið fara, annarra en landeiganda. Sími Hornstrandastofu er 534-7590 og gsm 822-4056.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×