Innlent

Innbrot í heimahús - yfirbuguðu ölvaðan ræningja

Brotist var inn í heimahús í vesturborginni í gærkvöldi og þaðan stolið 52 tommu sjónvarpstæki, leikjatölvu og sjónvarpsflakkara. Tilkynnt var um innbrotið á tólfta tímanum, en þjófurinn var á bak og burt með þýfið, og er hans leitað.

Hann náðist hinsvegar, ölvaði þjófurinn sem stal varningi úr 10-11 og Olís í Álfheimum í nótt. Öryggisverðir yfirbuguðu hann og héldu honum þar til lögregla kom á vettvang og handtók hann. Hann verður yfirheyrður þegar af honum rennur síðar í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×