Innlent

Íslenskar mæður hafa það gott

Ísland lendir í öðru sæti þegar kannað er hvar mæður hafa það best í heiminum. Samtökin Save the Children, eða Barnaheill eins og þau kallast hér á landi, hafa gefið út árlega skýrslu sína þar sem kannað er hvar best sé að vera í móðurhlutverkinu en þetta er í þrettánda sinn sem skýrslan er gerð.

Það kemur kannski ekki sérstaklega á óvart en Norðurlöndin raða sér efst á þennan lista eins og oft áður í svipuðum könnunum. Best er að vera móðir í Noregi en Ísland er í öðru sæti listans. Þá kemur Svíþjóð og Nýja Sjáland nær fjórða sæti. Danir eru síðan í því fimmta. Í könnuninni var tekið mið af ýmsum þáttum, svo sem heilbrigðiskerfi, menntun mæðra og efnahagslegri stöðu þeirra. 165 lönd eru á listanum og til að mynda komast Bandaríkjamenn aðeins í 25. sætið en 43 lönd á listanum teljast til þróaðra landa. Bretar verma tíunda sætið.

Það kemur síðan heldur ekki á óvart að neðst á listann raðast vanþróuð lönd og stríðshrjáð svæði. Verst er að vera móðir í Níger og þar fyrir ofan koma lönd á borð við Afganistan, Yemen, Malí og Erítrea.

Skýrsluna má sjá hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×