Innlent

Markmiðum um sjálfbæra uppbyggingu stefnt í hættu

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Töf verður á virkjunum í Þjórsá.
Töf verður á virkjunum í Þjórsá. mynd/ vilhelm.
Þingsályktunartillaga um vernd og orkunýtingu landsvæða sem nú liggur fyrir Alþingi stefnir markmiðum um sjálfbæra uppbyggingu raforkuframleiðslunnar í hættu. Þetta er mat Orkustofnunar sem hefur sent Alþingi umsögn um tillöguna. Í umsögninni er bent á að við undirbúningsvinnu við áætlun um vernd og orkunýtingu sat orkumálastjóri í verkefnisstjórn um rammaáætlun um nýtingu vatnsafls og jarðavarma sem iðnaðarráðherra skipaði í samráði við umhverfisráðherra í ágúst 2007.

Í umsögninni segir að tillagan víki frá faglegum niðurstöðum verkefnisstjórnarinnar og upphaflegri þingsályktunartillögu sem fór til umsagnar. Á þetta einkum við um flutning á þremur virkjunakostum í vatnsafli á Suðurlandi, Urriðafossvirkjun, Hvammsvirkjun og Holtavirkjun, öllum í Þjórsá. Tillagan gerir ráð fyrir að hagkvæmustu og best rannsökuðu virkjunarkostirnir verði fluttir úr orkunýtingarflokki í biðflokk. Þá eru virkjunarkostir í háhita, Hágönguvirkjanir 1 og 2, sem og í vatnsafli Skrokkölduvirkjun, einnig fluttir úr nýtingarflokki í biðflokk, án þess að faglegum forsendum sem lágu til grundvallar mati faghópa sé hnekkt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×