Innlent

Hestar og börn sigldu út í Viðey

Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar
Það var mikið um á vera á Skarfabakkanum í dag þegar leikskólabörn og ferfætlingar lögðu upp í sjóferð.

Verið var að ferja tuttugu hesta út í Viðey þegar fréttastofu bar að garði en þar verður starfrækt hestaleiga í sumar. Helmingur hestanna hefur áður farið út í eyju svo sjóferðin virtist lítil áhrif hafa á þá.

Haukur Þórarinsson hjá Hestaleigunni Laxnesi segir að vel hafi gengið að ferja hestana yfir enda hafi þeir verið hinir rólegustu. Flestir þeirra eru komnir nokkuð til ára sinna en sá elsti er 38 vetra.

Hópur barna úr leikskólanum Urðarhóli í Kópavogi fylgdi hestunum yfir í Viðey. Börnin voru á leið í útskriftaferð og voru því að vonum spennt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×