Innlent

Spáð snjókomu um helgina - frost fer niður í 7 gráður

Það snjóaði einnig í gærkvöldi.
Það snjóaði einnig í gærkvöldi. mynd/BL
Þó sumarið sé formlega hafið hér á landi, þá náttúruöflin láta sér fátt um finnast en spáð er snjókomu og slyddu á norðausturlandi. Þannig er spáð slyddu á Húsavík og snjókomu á Raufarhöfn næsta sunnudag samkvæmt veðurspá Veðurstofu Íslands. Þá verður slydda á Blönduósi og Stykkishólmi. Einnig verður snjókoma á Vestfjörðum.

Kaldast verður á Vestfjörðum en hitatölur geta farið niður í fimm stiga frost nærri Steingrímsfjarðarheiðinni.

Annarstaðar á landinu verður rigning en litlu hlýrra. Á höfuðborgarsvæðinu er spáð þriggja stiga hita en hlýjast verður á Suðurlandi þar sem hitatölur geta farið upp í tíu stig.

Það batnar svo ekki á mánudaginn samkvæmt langtímaspánni, en þá er spáð sjö stiga frosti á Vestfjörðum. Frost verður víða á landinu eða við frostmark.

Hægt er að kynna sér veðurspána hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×