Innlent

Strandaði vestan við Hornafjörð

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Það fjaraði algerlega undan bátnum.
Það fjaraði algerlega undan bátnum.
Hraðfiskibátur sem strandaði í sandfjöru norðaustur af Hrollaugseyjum, eða vestan við Hornafjörð, snemma í morgun er með skemmda skrúfu en er ekki skemmdur að öðru leyti samkvæmt upplýsingum frá lóðsinum. Skipverjann, sem var einn á skipinu, sakaði ekki. Eftir að báturinn náðist á flot sigldi hann fyrir eigin vélarafli áleiðis til Hornafjaðrar í samfloti við björgunarskipið Ingibjörgu og eru þau væntanleg til Hafnar klukkan eitt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×