Innlent

Telja að piltarnir séu eldri en þeir segjast vera

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Alda Hrönn Jóhannsdóttir er settur lögreglustjóri á Suðurnesjum.
Alda Hrönn Jóhannsdóttir er settur lögreglustjóri á Suðurnesjum.
Lögreglustjórinn á Suðurnesjum segir að rökstuddur grunur leiki á að þeir aðilar sem dæmdir voru til 30 daga fangelsisrefsingar þann 30. apríl síðastliðinn og sögðust vera 15 og 16 ára séu eldri en þeir fullyrða.

Lögreglan segir að piltarnir hafi kosið að áfrýja ekki niðurstöðu héraðsdóms. Þeir framvísuðu fölsuðum skilríkjum við landamæraeftirlit og höfðu engin önnur skilríki í fórum sínum og hafa því ekki getað sannað á sér deili.

Umræddir aðilar hafa til meðferðar hælisumsóknir í Finnlandi og er mál þeirra til rannsóknar hjá þarlendum yfirvöldum sem lögreglan segir að telji rökstuddan grun fyrir því að piltarnir séu eldri en þeir halda fram en það mun þurfa að leiða í ljós með aldursgreiningarrannsókn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×