Segist næstum hafa misst formannsstól vegna orðaskipta við Baugsveldið 9. maí 2012 15:20 „Kenningin sem þú nefnir spratt helst upp á bloggsíðum Björns Bjarnasonar. Sjálfur tapaði ég næstum formannssætinu fyrr en ella fyrir samskipti min ill og hörð við Baugsveldið," svarar Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra, í svokallaðri Beinni línu á dv.is, þar sem almenningi gefst færi á að spyrja ráðherrann út í þau mál sem brenna þeim á brjósti. Þarna svaraði Össur spurningu Ara Brynjólfssonar sem spurði: „Veistu hvaðan samsæriskenningin um samband Samfylkingar og Jóns Ásgeirs á rætur sínar? Gætir þú tjáð þig eitthvað um það mál, hvort sem það er eitthvað á bak við það eður ei?" Skilja má á svari Össurar að hann hafi næstum misst formannstól sinn vegna orðaskipta sem hann átti við Baugsveldið árið 2002. Þá sendi hann bréf til Baugs eftir að fyrirtækið neitaði að skipta við ræstingafyrirtæki bróður Össurar. Sjálfur sagði Össur í bréfinu til Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, að uppsögnin væri „[...]ekkert annað en hrein hefndaraðgerð vegna skoðana minna." Össur tapaði í formannskosningum fyrir Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur, árið 2005. Hann bætir svo um betur í svari sínu og segir: „Ég hef verið húðskammaður fyrir að segja að mér fannst Samfó hafa of mikla glýju í augunum gagnvart nýja kapítalinu. Jafnaðarmannaflokkar hér og erlendis stóðu sig ekki í aðhaldshlutverkinu.“ Þá spurði Guðmundur Franklín Jónsson, formaður stjórnmálaaflsins Hægri grænna hvort Össur ætlaði aftur í formannsframboð. Össur tók af öll tvímæli hvað það varðaði: „Ég nýt fráleitt sama stuðnings innan Samfó og þú innan þíns - enda bara starfsmaður á plani. Ég er saddur formannsdaga. Það er afgreitt mál. Sorrí Stína." Hægt er að fylgjast með umræðunni á DV hér. Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent Fleiri fréttir Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Sjá meira
„Kenningin sem þú nefnir spratt helst upp á bloggsíðum Björns Bjarnasonar. Sjálfur tapaði ég næstum formannssætinu fyrr en ella fyrir samskipti min ill og hörð við Baugsveldið," svarar Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra, í svokallaðri Beinni línu á dv.is, þar sem almenningi gefst færi á að spyrja ráðherrann út í þau mál sem brenna þeim á brjósti. Þarna svaraði Össur spurningu Ara Brynjólfssonar sem spurði: „Veistu hvaðan samsæriskenningin um samband Samfylkingar og Jóns Ásgeirs á rætur sínar? Gætir þú tjáð þig eitthvað um það mál, hvort sem það er eitthvað á bak við það eður ei?" Skilja má á svari Össurar að hann hafi næstum misst formannstól sinn vegna orðaskipta sem hann átti við Baugsveldið árið 2002. Þá sendi hann bréf til Baugs eftir að fyrirtækið neitaði að skipta við ræstingafyrirtæki bróður Össurar. Sjálfur sagði Össur í bréfinu til Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, að uppsögnin væri „[...]ekkert annað en hrein hefndaraðgerð vegna skoðana minna." Össur tapaði í formannskosningum fyrir Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur, árið 2005. Hann bætir svo um betur í svari sínu og segir: „Ég hef verið húðskammaður fyrir að segja að mér fannst Samfó hafa of mikla glýju í augunum gagnvart nýja kapítalinu. Jafnaðarmannaflokkar hér og erlendis stóðu sig ekki í aðhaldshlutverkinu.“ Þá spurði Guðmundur Franklín Jónsson, formaður stjórnmálaaflsins Hægri grænna hvort Össur ætlaði aftur í formannsframboð. Össur tók af öll tvímæli hvað það varðaði: „Ég nýt fráleitt sama stuðnings innan Samfó og þú innan þíns - enda bara starfsmaður á plani. Ég er saddur formannsdaga. Það er afgreitt mál. Sorrí Stína." Hægt er að fylgjast með umræðunni á DV hér.
Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent Fleiri fréttir Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Sjá meira