Innlent

Segja fangelsun brjóta gegn barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna

Piltarnir voru handteknir á Leifsstöð með fölsuð vegabréf.
Piltarnir voru handteknir á Leifsstöð með fölsuð vegabréf.
Málefnahópur Dögunar um málefni hælisleitenda og innflytjenda mótmælir harðlega dómi héraðsdóms yfir tveimur hælisleitendum frá Alsír, fimmtán og sextán ára drengjum, sem dæmdir voru í þrjátíu daga óskilorðsbundið fangelsi fyrir að framvísa fölsuðum vegabréfum við komuna til landsins.

Í ályktun frá Dögun segir:

„Talið er að héraðsdómur hafi með dómnum brotið flóttamannasamning Sameinuðu þjóðanna þar sem segir að hælisleitendur sem framvísa fölsuðum skilríkjum eigi að fá vernd gagnvart refsingu fyrir slíku, en í gegnum tíðina hafa íslenskir dómstólar hafa sætt athugasemdum frá Sameinuðu þjóðunum vegna endurtekinna brota á umræddum samningi. Þá er sérstaklega ámælisvert að börn skuli hafa verið vistuð í fangageymslum enda brot á Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×