Innlent

Ögmundur segist hafa komið alsírsku drengjunum úr fangelsi

Ögmundur Jónasson.
Ögmundur Jónasson.
Piltarnir tveir, sem voru dæmdir í 30 daga fangelsi, eru ekki lengur í fangelsi, eins og hefur verið gagnrýnt, heldur er annar þeirra er vistaður á einkaheimili en hinn er á stofnun, eins og Ögmundur Jónasson, innanríkisráðherra orðar það, í viðtali við Síðdegisútvarpið á Rás 2. Stofnunin er FIT-Hostel á Suðurnesjum sem er fyrir flóttafólk.

„Þegar mér bárust fréttir af þessu máli, að það væru uppi grunsemdir, um að hér væru ungir einstaklinga í fangelsi, þá hafði ég strax samband við fangelsismálastjóra, fulltrúa barnaverndaryfirvalda og Útlendingastofnun, og leiddi þá saman með það fyrir augum að þeir yrðu vistaðir annarsstaðar en í fangelsi, og það var gert," sagði Ögmundur.

Spurður hvort aðkoma hans að málinu hafi verið eðlileg, svarar Ögmundur því til að hann hafi haft lýðræðislegar skyldur til þess að kalla eftir upplýsingum um málið og leiða aðilana saman.

Hann sagði atvikið einnig hafa orðið til þess að innanríkisráðuneytið hafi hert á vinnu á endurskoðun um lög og regluverk er snúa að flóttamönnum.

Hann segir þá vinnu líklega líta dagsins ljós næsta haust.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×