Þrjátíu manna teymi framkvæmdi húsleitir í Lúxemborg vegna Landsbankans Þorbjörn Þórðarson skrifar 17. apríl 2012 19:16 Þrjátíu manna teymi á vegum sérstaks saksóknara og rannsóknarlögreglunnar í Lúxemborg framkvæmdi í dag húsleitir á þremur stöðum í Lúxemborg vegna rannsóknar meintri markaðsmisnotkun gamla Landsbankans fyrir hrunið. Það var í gær sem sex manna teymi frá sérstökum saksóknara, Ólafur Þór Hauksson og fimm aðrir sérfræðingar hjá embættinu, héldu til Lúxemborgar vegna málsins. Það var svo í dag sem ráðist var í húsleitirnar á þremur stöðum. Leitað var á skrifstofum Landsbankans í Lúxemborg, sem er nú í slitameðferð. Þá var leitað á skrifstofum tveggja fyrirtækja í Lúxemborg vegna grunsemda um að þar hafi verið geymd gögn sem hafa þýðingu fyrir rannsóknina, að sögn Ólafs Þórs Haukssonar, sérstaks saksóknara. Það voru 24 sérfræðingar frá rannsóknarlögreglunni í Lúxemborg ásamt Íslendingunum sex sem tóku þátt í húsleitinni. Húsleitirnar í Lúxemborg í dag tengjast meðal annars fjórum aðgreindum málum sem ráðist var í húsleitir vegna á Íslandi hinn 14. janúar 2011. Í fyrsta lagi máls vegna meintrar markaðsmisnotkunar Landsbankans með hlutabréf útgefin af bankanum sjálfum. Í öðru lagi lánveitingar félaganna Hunslow S.A, Bruce Assets Limited, Pro-Invest Partners Corporation og Sigurðar Bollasonar ehf. til að kaupa á hlutabréfum í Landsbankanum. Hunslow er í eigu Stefáns Ingimars Bjarnasonar og fékk 1,6 milljarða króna lán til að fjármagna hlutabréfakaup í Landsbankanum. Bruce Assets var í eigu bræðranna Ólafs Steins og Kristjáns S. Guðmundssona og fékk lán í sama tilgangi. Sigurður Bollason ehf. í var eigu athafnamannsins Sigurðar Bollasonar og fékk 3,5 milljarða króna lánaða til að kaupa bréf í Landsbankanum.130 milljarðar fóru til Lúxemborgar til að kaupa lánasafn Félagið Pro-Invest var í eigu Georg Tzvetanski, en um er að ræða búlgarskan viðskiptafélaga Björgólfs Thors Björgólfssonar sem fékk 4,5 milljarða króna yfirdráttarlán hjá Landsbankanum í Lúxemborg í lok september 2008, aðeins viku fyrir hrun. Í þriðja lagi er um ræða kaup Landsbankans á lánasafni Landsbankans í Lúxemborg og síðasta af þessum fjórum tengist kaupum á hlutabréfum í bankanum af hálfu félaga sem héldu um kauprétti starfsmanna Landsbankans og lánveitingar bankans til þessara sömu félaga. Heildarupphæðin, sem Landsbanki Íslands reiddi fram til þess að kaupa lánasafnið af Landsbankanum í Lúxemborg, sem er til rannsóknar hjá sérstökum saksóknara, nam um 784 milljónum evra, að því er fram kemur í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis. Þetta er jafnvirði um 130 milljarða króna. Fram kemur í skýrslu RNA að um 11 aðgreinda aðila hafi verið að ræða í umræddu lánasafni og að stærsti lántakandinn sem færslan hafi náð til hafi verið Björgólfur Thor Björgólfsson, aðaleigandi Landsbankans, með um 225 milljónir evra. Björgófur Thor hefur á vefsíðu sinni gert athugasemdir við framsetningu á þessu í skýrslu rannsóknarnefndarinnar.Góður gangur í rannsóknum Að sögn Ólafs Þórs Haukssonar, sérstaks saksóknara, er góður gangur í rannsóknum á þessum málum sem voru grundvöllur aðgerðanna í Lúxemborg í dag. Enginn var handtekinn í tengslum við húsleitirnar í dag og ekki voru framkvæmdar húsleitir hér heima á Íslandi að þessu sinni. thorbjorn@stod2.is Mest lesið Kvikuhlaup hafið í Svartsengi Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Innlent Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni Innlent Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum Innlent Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Innlent „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ Innlent „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Innlent Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Innlent Fleiri fréttir Kvikuhlaup hafið í Svartsengi Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Sjá meira
Þrjátíu manna teymi á vegum sérstaks saksóknara og rannsóknarlögreglunnar í Lúxemborg framkvæmdi í dag húsleitir á þremur stöðum í Lúxemborg vegna rannsóknar meintri markaðsmisnotkun gamla Landsbankans fyrir hrunið. Það var í gær sem sex manna teymi frá sérstökum saksóknara, Ólafur Þór Hauksson og fimm aðrir sérfræðingar hjá embættinu, héldu til Lúxemborgar vegna málsins. Það var svo í dag sem ráðist var í húsleitirnar á þremur stöðum. Leitað var á skrifstofum Landsbankans í Lúxemborg, sem er nú í slitameðferð. Þá var leitað á skrifstofum tveggja fyrirtækja í Lúxemborg vegna grunsemda um að þar hafi verið geymd gögn sem hafa þýðingu fyrir rannsóknina, að sögn Ólafs Þórs Haukssonar, sérstaks saksóknara. Það voru 24 sérfræðingar frá rannsóknarlögreglunni í Lúxemborg ásamt Íslendingunum sex sem tóku þátt í húsleitinni. Húsleitirnar í Lúxemborg í dag tengjast meðal annars fjórum aðgreindum málum sem ráðist var í húsleitir vegna á Íslandi hinn 14. janúar 2011. Í fyrsta lagi máls vegna meintrar markaðsmisnotkunar Landsbankans með hlutabréf útgefin af bankanum sjálfum. Í öðru lagi lánveitingar félaganna Hunslow S.A, Bruce Assets Limited, Pro-Invest Partners Corporation og Sigurðar Bollasonar ehf. til að kaupa á hlutabréfum í Landsbankanum. Hunslow er í eigu Stefáns Ingimars Bjarnasonar og fékk 1,6 milljarða króna lán til að fjármagna hlutabréfakaup í Landsbankanum. Bruce Assets var í eigu bræðranna Ólafs Steins og Kristjáns S. Guðmundssona og fékk lán í sama tilgangi. Sigurður Bollason ehf. í var eigu athafnamannsins Sigurðar Bollasonar og fékk 3,5 milljarða króna lánaða til að kaupa bréf í Landsbankanum.130 milljarðar fóru til Lúxemborgar til að kaupa lánasafn Félagið Pro-Invest var í eigu Georg Tzvetanski, en um er að ræða búlgarskan viðskiptafélaga Björgólfs Thors Björgólfssonar sem fékk 4,5 milljarða króna yfirdráttarlán hjá Landsbankanum í Lúxemborg í lok september 2008, aðeins viku fyrir hrun. Í þriðja lagi er um ræða kaup Landsbankans á lánasafni Landsbankans í Lúxemborg og síðasta af þessum fjórum tengist kaupum á hlutabréfum í bankanum af hálfu félaga sem héldu um kauprétti starfsmanna Landsbankans og lánveitingar bankans til þessara sömu félaga. Heildarupphæðin, sem Landsbanki Íslands reiddi fram til þess að kaupa lánasafnið af Landsbankanum í Lúxemborg, sem er til rannsóknar hjá sérstökum saksóknara, nam um 784 milljónum evra, að því er fram kemur í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis. Þetta er jafnvirði um 130 milljarða króna. Fram kemur í skýrslu RNA að um 11 aðgreinda aðila hafi verið að ræða í umræddu lánasafni og að stærsti lántakandinn sem færslan hafi náð til hafi verið Björgólfur Thor Björgólfsson, aðaleigandi Landsbankans, með um 225 milljónir evra. Björgófur Thor hefur á vefsíðu sinni gert athugasemdir við framsetningu á þessu í skýrslu rannsóknarnefndarinnar.Góður gangur í rannsóknum Að sögn Ólafs Þórs Haukssonar, sérstaks saksóknara, er góður gangur í rannsóknum á þessum málum sem voru grundvöllur aðgerðanna í Lúxemborg í dag. Enginn var handtekinn í tengslum við húsleitirnar í dag og ekki voru framkvæmdar húsleitir hér heima á Íslandi að þessu sinni. thorbjorn@stod2.is
Mest lesið Kvikuhlaup hafið í Svartsengi Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Innlent Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni Innlent Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum Innlent Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Innlent „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ Innlent „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Innlent Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Innlent Fleiri fréttir Kvikuhlaup hafið í Svartsengi Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Sjá meira