Innlent

Rændi Bónusvídeó vopnaður hnífi

Ránið átti sér stað í Lóuhólum í Breiðholti
Ránið átti sér stað í Lóuhólum í Breiðholti
Karlmaður ógnaði starfsstúlku Bónusvídeó í Lóuhólum í Breiðholti seint í gærkvöldi. Maðurinn hugðist ræna verslunina. Ekki kemur fram í dagbók lögreglunnar hvort maðurinn hafi verið handtekinn en málið er í rannsókn.

Þá var einnig tilkynnt um alvarlega líkamsárás í Kópavogi í nótt og er það mál einnig til rannsóknar hjá lögreglunni þar í bæ.

Þá var kona slegin fyrir utan veitingastað á Austurstræti seint í nótt auk þess sem óstýrlátur gestur skemmtistaðarins Hressó braut rúðu á staðnum og þurfti sjálfur að leita upp á slysadeild í kjölfarið vegna skurðáverka.

Tveir voru stöðvaðir í nótt grunaðir um ölvun við akstur. Þá var þriðji ökumaðurinn stöðvaður, sá var með lítilræði af kannabisefnum á sér að auki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×