Innlent

Hákublettir á Vesturlandi og Vestfjörðum

Flughált er á Vatnsskarði, mikil þoka og eru ökumenn beðnir um að fara keyra varlega. Snjóþekja er á flestum leiðum fyrir austan Akureyri og verið að hreinsa. Hálka er á Þverárfjalli, Siglufjarðarvegi og í Eyjafirði. Þungfært er á Hálsum.

Velflestar aðalleiðir eru greiðfærar en á Vesturlandi og Vestfjörðum eru hálkublettir og þoka á Holtavörðuheiði, og hálkublettir á Steingrímsfjarðarheiði og Þröskuldum.

Ástand hálendisvega er í könnun og nú þegar er allur akstur bannaður á hálendisvegum norðan Vatnajökuls og á nyrðri hluta Dettifossvegar vegna aurbleytu. Búið er að opna veginn inn í Þórsmörk




Fleiri fréttir

Sjá meira


×