Innlent

Eigandi skíðanna fundinn

Hún er heiðarleg konan sem hafði samband við fréttastofu í gær en hún sá þegar skíði féllu af toppi jeppabifreiðar á Borgarnesbrúnni. Bifreiðin var á leiðinni norður í land, og átti ökumaðurinn það eitt eftir að uppgötva að skíðin væru týnd.

Konan hafði því samband við fréttastofu sem lýsti eftir skíðunum fyrir hennar hönd í gær. Og úr varð að eigandi skíðanna hafði samband snemma í morgun eftir að hafa áttað sig á því hverslags væri.

Sú var einnig kona en hún sagðist í samtali við fréttastofu hafa talið skíðin týnd og tröllum gefin þar til hún rak augun í fréttina um skíðin. Hún bætti reyndar við að færðin á Akureyri væri frekar léleg, og því hefði skíðaleysið ekki komið að sök.


Tengdar fréttir

Misstir þú skíðin í Borgarnesi?

Óheppinn vegfarandi missti skíðin sín af toppi hvítrar jeppabifreiðar á Borgarnesbrúnni upp úr klukkan eitt í dag. Um er að ræða Fischer skíði. Vegfarandi sem ók á eftir bifreiðinni hafði samband við fréttastofu og vildi koma því til skila að skíðin væru í þeirra höndum og biðu þess eins að komast til eiganda síns.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×